Hvað er kaólín?

Kaólín eru örsmáar leirflögur úr kvarsi og aluminum oxíði. Þessi leir bráðnar við of hátt hitastig til að hægt sé að brenna þann leir í venjulegum leirbrennsluofnum. Til að lækka bræðslumarkið er bætt í leirinn steinefnum sem bráðna við lægra hitastig.

Kaólín er grunnefnið í postulínsleir. Til að postulín geti kallast postulín þarf skál að hafa tærann hljóm, vera sem hvítust og sem gegnsæjust.

Oftast er kaólínið mengað af títanoxíði og járni. Járnið lækkar bræðslumark leirsins og gefur postulíninu ýmist brúna rauða eða bláa áferð. Títanoxið er notað í sólvörn til að stöðva sólarljósið það gerir það einnig í postulíni, því er mikilvægt að í postulíninu sé sem allra minnst af títanoxiði og járni.

Kaolín sem myndast hefur við hveravirkni er til á allnokkrum stöðum á Íslandi en því miður er það oftast í mjög litlu magni og í flestum tilfellum á viðkvæmum svæðum þar sem ekki er forsvaranlegt að vinna það. Þó eru til námur með gulum leir sem hægt er að vinna kaólín úr, en í mjög takmörkuðu magni.

Vinnslan á kaólíni er mismunandi frá einni námu til annarar eftir því hvert efnainnihald leirsins er. Fyrsta og tímafrekasta stigið er að losa sundur kaólín flögurnar en það er hægt að gera með því að mylja efnið og með aðstoð jarðvegsbaktería. Þegar leirinn hefur verið leystug upp er járnið og títanoxiðið hreinsað út með ýmsum aðferðum.