Postulínsleir er að grunni til blanda af kaólíni, feldspati og kvarsi og því til viðbótar er oft notað kalsíum karbónat. Kalsíum karbónat er auðveldast að ná úr skeljum og kvars er hægt að finna víða á Íslandi sem holufyllingar eða hvera útfellingar. Feldspatið er aftur á móti stærsta vandamálið. Feldspat er oft unnið úr graníti en það má einnig vinna úr granófýr eða vikri.